Völlurinn og endurbætur á svæðinu:
Stærsta einstaka verkefnið í endurbótum var uppbygging nýrra teiga við 14. braut. Samhliða slíku verkefni fylgir ýmislegt sem við sjáum ekki en þar var vatnskerfi endurnýjað og rafmagn fyrir sláttuþjarka lagt í jörðu.
Okkar vallarstarfsmenn stóðu í ströngu í sumar en hafa klárað mörg verkefnin með glæsibrag. Landfylling á svæði við 13. braut var í gangi fram á mitt sumar en þar er verið að undirbúa framtíðarstækkun vallarins eins og félagsmenn fengu að sjá í sumar þegar teikningar af stækkun vallarins voru kynntar.
Þá urðu þau tímamót að við fengum tengda hitaveitu við vallarsvæðið í sumar og kláruðum ljósleiðaralagningu að æfingasvæði. Sett var upp ný lýsing á æfingasvæði bæði út á svæðið og inni yfir básunum og tengd var greiðsluvél við boltavél svo hægt sé að kaupa stakar körfur.
Meðal margra verkefna í sumar má nefna:
9. braut, glompa fjarlægð og róbót virkjaður í slátt
14. braut, tveir teigar mótaðir og svæðið frágengið með grasi, gönguleið endurnýjuð og svæðið snyrt og rafmagn lagt fyrir sláttur róbót, glompa nálægt flöt tekin í burtu og tröppur að salerni endurmótaðar.
17. braut, glompa fyrir aftan flöt fjarlægð
18. braut, róbót virkjaður í slátt og glompa tekin við flöt.
Mikill fjöldi trjágreina var svo fluttur í burtu eftir trjáklippingar vetrar og vors.
Verkefni sem unnið er að núna og birtist okkur næsta sumar eru m.a. göngustígar lagðir gervigrasi og endurmótaðir á 4. 10 og 11. braut og mögulega einnig við 3. braut ef veður leyfir. Þar sem ánægja er með sænsku sláttuþjarkana þá er fyrirhugað að koma fyrir húsum fyrir nokkrar slíka í viðbót og áfram verður unnið í endurmótun á glompum á nokkrum brautum.
Það var ekki einungis unnið að endurbótum á vellinum heldur var golfskálinn tekin í gegn og mörg verkefni kláruð þar. Við fengum Hallgrím Friðgeirsson innanhúss arkitekt til liðs við okkur og ný litapalleta var valin á skálann frá Slippfélaginu, sér innflutt veggfóður sett á hluta, barinn endurnýjaður að öllu leiti, ný borð og nýjir stólar frá Tekk, lýsing bætt og nýjar hurðar litu dagsins ljós þegar leið á árið frá Birgisson og eflaust hægt að týna eitt og annað til og verkefnið er ennþá í vinnslu. Við látum nokkrar myndir fylgja hér en færum þeim þakkir sem veittu hjálparhönd eða komu að verkinu á einn eða annan hátt.